Kirkjugarður
Jamm gott fólk...gaman að sjá hvað margir lesa bloggið mitt. Hlýjar mér um hjartarætur og alveg niður í fætur.
Ég hef svo sem ekki haft neitt að segja upp á síðkastið. Lífið gengur sinn vanagang og svoleiðis.
Talandi um lífið. Ég var að hjóla aðeins hérna í miðbænum og fyrir tilviljun hjólaði ég inn í kirkjugarð hér í nágrenninu. Heppilega staðsettur rétt við spítalann. Daninn er svo hagsýnn. Anyway, rambaði þar inn og leit í kringum mig. Ég fann alveg ótrúlega kyrrð, já veit sálrænt fann það samt, og minnti mig á kyrrðina þegar móðir mín kvaddi þennan heim. Ég fann fyrir svo miklum frið inn í mér og ró. Er búinn að vera svolítið stressaður upp á síðkastið. Einhver fallegasti kirkjugarður sem ég hef séð. Allt í trjám og bara yndislegt. Keats og félagar hefðu nú getað fengið smá innblástur þarna í verkin sín. Ætla rölta þarna aftur einhvern daginn.
En hvað hefur nú annars verið að gerast hjá mér síðan 28. október. Hmmmmm, sko mest lítið. Börnin voru hjá mér um helgina og við reyndum að hafa þetta skemmtilegt. Samkomulagið á milli þeirra tveggja eldri hefði alveg mátt vera betra, en allt féll í ljúfa löð og á sunnudagskvöldið fengu þau að sofa í sama rúmi og það var yndislegt að heyra þau spjalla. Ég lá á hleri og hafði bara gaman af þessu öllu saman. Þeim þykir nú vænt um hvort annað. Alveg yndisleg.
Matthías er alveg vinna og jafnvel yfirvinna fyrir tvo. Ef honum er sleppt lausum í búð þá hleypur hann um allt skríkjandi. Stríðnari verða einstaklingarnir ekki held ég. Hann er að verða meira og meira "gagnvirkur" og farinn að segja miklu meira. Stundum er maður þó ekki alltaf að ná því sem hann segir og hann horfir á mann undrunaraugum og bablar sama orðið (hans orð) í tuttugasta skiptið og bara skilur ekki hvað pabbi er að tefja við þetta.
Leikfangabæklingar eru komnir fyrir jólin og Dísa og Alexander eru á fullu að skoða og skoða. Þau eru búin að merkja við flesta hluti held ég og jafnvel hluti sem eru bara ekki til sölu. Næsta ár læt ég þau merkja við hluti sem þau vilja ekki.
Svo er það þetta með að langa og fá. Börn eru ekki að fatta foreldra sína. Sko ég merkti við þetta í blaðinu, þú veist að ég vil þetta og þetta er til í búðinni...af hverju er einhver vafi á því að ég fái þetta...Þau bara sjá ekki vandamál í þessari jöfnu og ég skil þau vel ;)
Jæja, ég ætla að klára þetta mjög svo undarlega tilbúna gullasch sem ég keypti mér og hjóla upp í skóla til að hitta hópfélaga mína. Já vel á minnst, við erum komnir með sektarkassa í hópnum. Ef maður kemur of seint þá kostar það 10 krónur, lyktar af hvítlauk er 5 krónu sekt minnir mig og að hafa hljóðið á símanum þegar það er fundur er líka 10 krónu sekt. Held að kassinn sé kominn í einar 60 krónur og kassinn af bjór kostar um það bil 100 kall með gleri...þetta gengur því bara vel og athugið sektarkerfið hefur bara verið í gangi í 5 daga.
Jæja farinn. Sjáumst síðar.
Arnar Thor
Ég hef svo sem ekki haft neitt að segja upp á síðkastið. Lífið gengur sinn vanagang og svoleiðis.
Talandi um lífið. Ég var að hjóla aðeins hérna í miðbænum og fyrir tilviljun hjólaði ég inn í kirkjugarð hér í nágrenninu. Heppilega staðsettur rétt við spítalann. Daninn er svo hagsýnn. Anyway, rambaði þar inn og leit í kringum mig. Ég fann alveg ótrúlega kyrrð, já veit sálrænt fann það samt, og minnti mig á kyrrðina þegar móðir mín kvaddi þennan heim. Ég fann fyrir svo miklum frið inn í mér og ró. Er búinn að vera svolítið stressaður upp á síðkastið. Einhver fallegasti kirkjugarður sem ég hef séð. Allt í trjám og bara yndislegt. Keats og félagar hefðu nú getað fengið smá innblástur þarna í verkin sín. Ætla rölta þarna aftur einhvern daginn.
En hvað hefur nú annars verið að gerast hjá mér síðan 28. október. Hmmmmm, sko mest lítið. Börnin voru hjá mér um helgina og við reyndum að hafa þetta skemmtilegt. Samkomulagið á milli þeirra tveggja eldri hefði alveg mátt vera betra, en allt féll í ljúfa löð og á sunnudagskvöldið fengu þau að sofa í sama rúmi og það var yndislegt að heyra þau spjalla. Ég lá á hleri og hafði bara gaman af þessu öllu saman. Þeim þykir nú vænt um hvort annað. Alveg yndisleg.
Matthías er alveg vinna og jafnvel yfirvinna fyrir tvo. Ef honum er sleppt lausum í búð þá hleypur hann um allt skríkjandi. Stríðnari verða einstaklingarnir ekki held ég. Hann er að verða meira og meira "gagnvirkur" og farinn að segja miklu meira. Stundum er maður þó ekki alltaf að ná því sem hann segir og hann horfir á mann undrunaraugum og bablar sama orðið (hans orð) í tuttugasta skiptið og bara skilur ekki hvað pabbi er að tefja við þetta.
Leikfangabæklingar eru komnir fyrir jólin og Dísa og Alexander eru á fullu að skoða og skoða. Þau eru búin að merkja við flesta hluti held ég og jafnvel hluti sem eru bara ekki til sölu. Næsta ár læt ég þau merkja við hluti sem þau vilja ekki.
Svo er það þetta með að langa og fá. Börn eru ekki að fatta foreldra sína. Sko ég merkti við þetta í blaðinu, þú veist að ég vil þetta og þetta er til í búðinni...af hverju er einhver vafi á því að ég fái þetta...Þau bara sjá ekki vandamál í þessari jöfnu og ég skil þau vel ;)
Jæja, ég ætla að klára þetta mjög svo undarlega tilbúna gullasch sem ég keypti mér og hjóla upp í skóla til að hitta hópfélaga mína. Já vel á minnst, við erum komnir með sektarkassa í hópnum. Ef maður kemur of seint þá kostar það 10 krónur, lyktar af hvítlauk er 5 krónu sekt minnir mig og að hafa hljóðið á símanum þegar það er fundur er líka 10 krónu sekt. Held að kassinn sé kominn í einar 60 krónur og kassinn af bjór kostar um það bil 100 kall með gleri...þetta gengur því bara vel og athugið sektarkerfið hefur bara verið í gangi í 5 daga.
Jæja farinn. Sjáumst síðar.
Arnar Thor
Ummæli
Börnin mín voru einmitt að skoða bækling frá Playmobil og það koma bara í ljós að þau bráðVANTAR meirhlutan úr honum!! Verðum auðvitað að kippa því í lag ;-)
kv Munda